Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 26.4.2024 14:31:10


Ξ Valmynd

5.1.13  Hvenęr uppfylli ég skilyrši til samsköttunar?

Samkvæmt lögum um tekjuskatt (3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003) eiga einstaklingar í óvígðri sambúð rétt á að telja fram og vera skattlagðir sem hjón, sem samvistum eru, enda óski þeir þess báðir skriflega við skattyfirvöld. Með óvígðri sambúð er hér átt við sambúð tveggja einstaklinga sem skráð er eða skrá má í Þjóðskrá samkvæmt lögum um lögheimili, enda eigi sambúðarfólk barn saman eða von á barni saman eða hafi verið samvistum í samfellt eitt ár hið skemmsta.

Ef skilyrði til samsköttunar eru uppfyllt miðast réttur til að ráðstafa séreignarsparnaði til að greiða inn á fasteignaveðlán við þær reglur sem gilda um hjón. Skiptir þá ekki máli hvort gert er sameiginlegt skattframtal eða ekki. Sama gildir um úttekt úr séreignarsjóði í formi húsnæðissparnaðar sem nýttur er til að kaupa/byggja íbúðarhúsnæði til eigin nota.

 

Fara efst į sķšuna ⇑