Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 23.11.2024 08:24:19


Ξ Valmynd

5.2.3  Er einhver umsóknarfrestur?

Ef þú skuldar nú þegar fasteignaveðlán:
Umsókn um ráðstöfun á greiðslum í séreignarlífeyrissjóð inn á fasteignaveðlán sem berst fyrir 1. september 2014 getur gilt um iðgjöld af launagreiðslum frá 1. júlí það ár, en eftir það gildir umsókn um iðgjöld af launagreiðslum sem falla til frá því að hún berst til ríkisskattstjóra. Heimilt er að greiða inn á lán sem tekin voru vegna öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota og færð voru í kafla 5.2 í síðasta skattframtali. Ef þú tókst slíkt lán á árinu þarftu að sækja um að greiða inn á það og skrá upplýsingar um það í umsóknina.  

Ef þú átt ekki íbúðarhúsnæði til eigin nota: 
Umsókn um úttekt á inneign í séreignarsjóði í formi húsnæðissparnaðar er gerð þegar umsækjandi hefur aflað sér íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Sótt er um á leidretting.is. Leggja þarf fram gögn sem sýna að íbúðarhúsnæði hafi verið keypt eða byggt.

Athugið að frá 1. júlí 2017 gilda ákvæði laga nr. 111/2016, um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, um úttekt séreignarsparnaðar hjá þeim sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði áður.

 

Fara efst á síðuna ⇑