LEIÐRÉTTINGIN
5.1.9 Hvað ef ég á ekki íbúð?
Ef þú átt ekki íbúð núna getur þú ekki greitt inn á neitt lán. Þú getur á hinn bóginn nýtt greidd iðgjöld í séreignarsjóð vegna launa á tímabilinu 1. júlí 2014 til 31. desember 2024 til að greiða hluta af verði íbúðarhúsnæðis sem er keypt eða byggt til eigin nota. Heimildina má nýta allt til 30. júní 2023 og er háð ákveðnum skilyrðum og hámarki.
Frá 1. júlí 2017 gilda ákvæði laga nr. 111/2016, um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, um úttekt á séreignarsparnaði fyrir þá sem ekki hafa átt slíkt húsnæði áður.