Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 13.6.2024 07:53:06


Ξ Valmynd

5.3.2  Er hęgt aš velja inn į hvaša lįn séreignarsparnaši er rįšstafaš?

Hægt er að greiða inn á fasteignaveðlán sem færð eru í kafla 5.2 í síðasta skattframtali þínu, hvernig sem lánaskilmálum er háttað. Athugið að það skiptir ekki máli í þessu sambandi þótt lánið hafi verið tryggt með lánsveði, einungis að það hafi verið fært í umræddan kafla í skattframtali þínu, og uppfyllt skilyrði til þess.
 
Ef um er að ræða lán sem tekið var eftir árslok á því ári sem síðasta skattframtal þitt tekur til verður það að vera lán sem tekið var í tengslum við kaup eða byggingu á íbúðarhúsnæði til eigin nota og því heimilt að færa það í kafla 5.2 í skattframtali þínu. Við þessar aðstæður þarftu að bæta láninu inn í lánalistann sem birtur er í umsókninni. Ef óskað er eftir frekari gögnum um þetta mun ríkisskattstjóri hafa samband við þig með tölvupósti.

 

Fara efst į sķšuna ⇑