Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 25.6.2024 02:00:07


Ξ Valmynd

5.1.8  Geta allir nżtt sér žessa rįšstöfun?

Allir sem hafa gert samning um að greiða viðbótarlífeyrissparnað frá því launatímabili sem hefst 1. júlí 2014 og skulda lán sem tekið var til að kaupa eða byggja íbúðarhúsnæði til eigin nota (fært í kafla 5.2 í skattframtali) geta nýtt sér að ráðstafa greiðslum í séreignarsjóð, upp að vissu marki, til greiðslu inn á þessi veðlán.
 
Þeir sem ekki eiga íbúðarhúsnæði til eigin nota geta tekið út úr séreignarlífeyrissjóði inneign sem myndast af launum frá 1. júlí 2014 til 31. desember 2024, upp að ákveðnu marki, ef þeir kaupa sér íbúð á þessu tímabili og allt til 30. júní 2023. Sótt er um þessa úttekt þegar íbúðarhúsnæði hefur verið keypt.  Með lögum nr. 111/2016, um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, voru settar ákveðnar reglur um úttekt á séreignarsparnaði sem gilda frá 1. júlí 2017 fyrir þá sem ekki hafa átt slíkt húsnæði áður.

 

Fara efst į sķšuna ⇑