Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 28.4.2024 01:00:20


Ξ Valmynd

2  Ráđstöfun á séreignarsparnađi

Heimildir til að ráðstafa séreignarsparnaði án þess að úttekt teljist til skattskyldra tekna eru tvenns konar:

1. Ráðstöfun inn á fasteignaveðlán
Heimilt er upp að vissu hámarki að ráðstafa greiddum viðbótarlífeyrissparnaði til að greiða inn á höfuðstól veðlána sem tekin voru vegna öflunar (kaupa eða byggingar) á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Heimilidin nær bæði til eigin framlags launþega og framlags launagreiðanda, upp að ákveðinni fjárhæð og iðgjaldshlutfalli. Úttekt úr séreignarsjóði í þessu skyni og innan þeirra marka sem um þær gilda teljast ekki til skattskyldra tekna rétthafa.

Sækja þarf um þessa ráðstöfun á www.leidretting.is. Heimildin tók upphaflega til framlaga í séreignarsjóð af iðgjaldsstofni á launatímabilum frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, en hefur nú verið framlengd til 31. desember 2024.

2. Húsnæðissparnaður
Sá sem ekki á íbúðarhúsnæði til eigin nota getur átt rétt á að taka út inneign í séreignarsjóði sem myndast hefur af iðgjaldsstofni á launatímabilum frá 1. júlí 2014 til 31. desember 2024, upp að ákveðnu marki, ef hann festir kaup á slíku húsnæði í síðasta lagi 31. desember 2024.

Þegar íbúðarhúsnæði hefur verið keypt/byggt þarf að sækja um þessa ráðstöfun á www.leidretting.is en þangað til þarf einungis að greiða í séreignarlífeyrissjóð til að eiga möguleika á þessari ráðstöfun.

Með lögum nr. 111/2016, um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, var lögfest heimild til úttektar á séreignarsparnaði án skattskyldu í tengslum við kaup á íbúðarhúsnæði fyrir þá sem ekki hafa átt slíkt húsnæði áður. Frá 1. júlí 2017 taka ákvæði þeirra laga yfir þegar um er að ræða kaup á fyrsta íbúðarhúsnæði.

Nánar:

 

Fara efst á síđuna ⇑