Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 19.10.2019 20:09:45


Ξ Valmynd

2.3.1  Breyting á hjúskaparstöđu

Ef breyting verður á hjúskaparstöðu umsækjanda frá fyrri umsókn þarf hann að gera grein fyrir því með því að breyta umsókn sinni. Þetta getur t.d. átt við ef gengið er í hjónaband eða því slitið, tekin upp sambúð eða henni slitið. Við slíkar breytingar hækka eða lækka þær hámarksfjárhæðir sem heimilt er að ráðstafa. Einhleypir geta ráðstafað allt að 1.500.000 kr. á þremur árum og hjón/sambúðarfólk allt að 2.250.000 kr. samtals á þremur árum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Þar sem heimildin til ráðstöfunar hefur verið framlengd breytast fjárhæðir þannig að til viðbótar við framangreindar fjárhæðir er frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2019 heimilt að ráðstafa samtals 1.000.000 kr. ef um einhleyping er að ræða en 1.500.000 kr. ef um er að ræða hjón/sambúðarfólk.

Heildarfjárhæðir verða því samtals öll árin 2.500.000 kr. hjá einhleyping en 3.750.000 kr. hjá hjónum/sambúðarfólki.

 

Fara efst á síđuna ⇑