Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 25.5.2024 01:50:29


Ξ Valmynd

2.1  Almennt um ráđstöfun á séreignarsparnađi

Heimildir til að ráðstafa séreignarsparnaði án þess að úttekt teljist til skattskyldra tekna eru tvenns konar. Annars vegar er heimilt að greiða séreignarsparnað inn á höfuðstól veðlána sem tekin voru vegna öflunar (kaupa eða byggingar) á íbúðarhúsnæði til eigin nota, og hins vegar til að taka út séreignarsparnað þegar maður hefur aflað sér slíks húsnæðis.

Heimildirnar tóku til iðgjalda vegna launa á vinnutímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 og eru háðar ákveðnum skilyrðum og hámörkum, en hafa nú verið framlengdar til og með 31. desember 2024.
Ráðstöfun inn á fasteignaveðlán
Sá sem þegar á íbúðarhúsnæði til eigin nota og skuldar vegna öflunar á því getur nýtt þetta. Sótt er um á www.leidretting.is og er ein umsókn fyrir hvern einstakling, hvort sem hann er einhleypur, í hjúskap eða uppfyllir skilyrði til samsköttunar.

Húsnæðissparnaður
Sá sem ekki á íbúðarhúsnæði til eigin nota hefur heimild til að taka út séreignarsparnað kaupi hann eða byggi slíkt húsnæði á ákveðnu tímabili. Heimildin til þessarar ráðstöfunar á séreignarsjóði gildir til 30. júní 2023. Sótt er um þessa úttekt á www.leidretting.is þegar maður hefur aflað sér íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

Með lögum nr. 111/2016, um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, voru lögfestar heimildir til úttektar á séreignarsparnaði án skattskyldu fyrir þá sem kaupa íbúðarhúsnæði í fyrsta skipti.   

Nánar:

 

Fara efst á síđuna ⇑