Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 25.5.2024 02:56:00


Ξ Valmynd

2.2.2  Hámarksnýting

Hjón og þeir sem uppfylla skilyrði til samsköttunar geta samanlagt ráðstafað allt að 750.000 kr. á ári í þrjú ár til greiðslu inn á fasteignaveðlán, þ.e. 500.000 kr. af eigin framlagi og 250.000 kr. af framlagi launagreiðanda, en einhleypir geta ráðstafað 500.000 kr., þ.e. 333.000 kr. af eigin framlagi og 167.000 kr. af framlagi launagreiðanda.  Á árinu 2014 er hámarkið helmingur af þessum fjárhæðum. Heimildin takmarkast einnig við 4% af iðgjaldsstofni (launum) frá launþega og 2% af iðgjaldsstofni frá launagreiðanda og að greiðslur hafi borist til vörsluaðila. Heimildin hefur nú verið framlengd og gildir nú einnig um tímabilið frá 1. júlí 2017 til 31. desember 2024. Sömu reglur gilda og áður, þ.m.t. um fjárhæðir.

Athygli er vakin á því að hjón og sambúðarfólk getur ákveðið með hvaða hætti hámarksheimild skiptist á milli þeirra. Sé það ekki gert er greiðslum ráðstafað eftir því sem þær berast til vörsluaðila, að teknu tilliti til gildandi hámarka.   

Fullnýting - Takmörkuð nýting
Ef umsækjandi vill nýta eins mikið af séreignarsparnaði sínum og mögulegt er þarf hann að merkja við "Fullnýting". Sé þetta gert verður vörsluaðila heimilað að greiða eins mikið og mögulegt er inn á valið fasteignaveðlán. Það gildir bæði um einhleypa og sambúðarfólk. Ef á hinn bóginn umsækjandi vill takmarka greiðslur sínar við ákveðna fjárhæð þarf að merkja við "Takmörkuð nýting" og gera grein fyrir því við hvaða fjárhæð á að miða á hverju ári. Alltaf er hægt að fara aftur inn í umsóknina og breyta henni.  

 

Fara efst á síđuna ⇑