Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 18.4.2024 01:51:11


Ξ Valmynd

2.2.1  Umsćkjandi og hámarksheimild

Umsækjandi
Ein umsókn er fyrir hvern einstakling. Skiptir ekki máli hvort umsækjandi er einhleypur, í hjúskap eða uppfyllir skilyrði til samsköttunar

Tímabil og hámörk
Heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á fasteignaveðlán, að uppfylltum öllum skilyrðum þar um, tekur til launatímabila frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Samtals öll árin 2014-2017 geta einhleypir ráðstafað að hámarki 1.500.000 kr. með þessum hætti en hjón og þeir sem uppfylla skilyrði til samsköttunar að hámarki samtals 2.250.000 kr. Heimildin hefur nú verið framlengd og tekur einnig til launatímabila frá 1. júlí 2017 til 31. desember 2024. Sömu reglur gilda og áður, þ.m.t. um fjárhæðir.

 

Hámörk Einhleypingur Hjón / sambúðarfólk
Hámark af eigin framlagi*  333.000 kr. 500.000 kr.
Hámark af framlagi launagreiðanda / greiðenda* 167.000 kr. 250.000 kr.
Samtals hámark á ári* 500.000 kr. 750.000 kr.
     
Hámarkshlutfall af eigin framlagi** 4% 4%
Hámarkshlutfall af framlagi launagreiðanda / greiðenda** 2%
2%

* Á árunum 2014 og 2023 er hámarkið helmingur af þessum fjárhæðum
** Fjárhæðin getur aldrei orðið hærri en það sem greitt er til séreignarsjóðs


Skilyrði til samsköttunar
Samkvæmt lögum um tekjuskatt (3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003) eiga einstaklingar í óvígðri sambúð rétt á að telja fram og vera skattlagðir sem hjón, sem samvistum eru, enda óski þeir þess báðir skriflega við skattyfirvöld. Með óvígðri sambúð er hér átt við sambúð tveggja einstaklinga sem skráð er eða skrá má í Þjóðskrá samkvæmt lögum um lögheimili, enda eigi sambúðarfólk barn saman eða von á barni saman eða hafi verið samvistum í samfellt eitt ár hið skemmsta. Ef skilyrði til samsköttunar eru uppfyllt miðast réttur til að ráðstafa séreignarsparnaði til að greiða inn á lán við þær reglur sem gilda um hjón. Skiptir þá ekki máli hvort gert er sameiginlegt skattframtal eða ekki.

 

 

 

 

 

 

Fara efst á síđuna ⇑