Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 1.12.2024 17:39:28


Ξ Valmynd

2.2  Umsókn um ráđstöfun inn á fasteignaveđlán

Fylla þarf út rafræna umsókn á vefnum, leidretting.is. Ein umsókn er fyrir hvern einstakling hvort sem hann er einhleypur, í hjúskap eða sambúð. Ef umsækjandi er í hjúskap eða skráðri sambúð birtist nafn maka einnig í umsókninni. Ef umsækjandi uppfyllir skilyrði til samsköttunar en nafn maka birtist ekki í umsókninni þarf að bæta því við.

» www.leidretting.is

Gefa þarf upplýsingar um hvernig ráðstöfun skuli háttað en eftir það verður framkvæmdin vélræn. Athugið að ef umsækjandi vill breyta umsókn sinni að einhverju leyti þarf að tilkynna um það á sama hátt. Alltaf er hægt að sjá hver staða umsóknar er og hvernig henni hefur verið breytt undir flipanum samskipti á vefsíðunni.

» Hér má sjá algengar spurningar og svör

Hér má sjá kynningarmyndband um umsókn um ráðstöfun séreignarsparnaðar

Umsækjendur þurfa að gera grein fyrir óskum sínum um þessa ráðstöfun. Umsóknin er yfirfarin og upplýsingum miðlað til vörsluaðila lífeyrissparnaðar sem sjá um að greiða inn á þau veðlán sem um ræðir. Skilyrði er að iðgjöld hafi verið greidd til vörsluaðilanna, fyrr er ekki greitt inn á lánin. Umsækjendur fá greiðslukvittanir frá lánveitendum þegar greiðsla hefur átt sér stað.

Umsóknarfrestur
Umsókn þarf að berast fyrir 1. september 2014 til að gilda frá launatímabilinu sem hefst 1. júlí sama ár. Umsóknir sem berast eftir 1. september 2014 taka gildi frá því að þær berast, og taka til launatímabila frá sama tíma.

Breytingar á umsókn
Ef einhverjar breytingar verða sem varða ráðstöfun séreignarsparnaðar, s.s. breytingar á hjúskaparstöðu, veðlánum, séreignarsjóði eða einhverju því sem hér skiptir máli þurfa umsækjendur að breyta umsókn sinni. Það er gert með því að fara inn á umsóknarvefinn www.leidretting.is

Nánar:

 

Fara efst á síđuna ⇑