Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 23.11.2024 08:09:58


Ξ Valmynd

2.2.3  Ráđstöfun inn á hvađa veđlán?

Ráðstafa má séreignarsparnaði inn á veðlán sem tekin voru til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota og færð voru í kafla 5.2 í síðasta skattframtali umsækjanda, og voru þannig grundvöllur fyrir útreikningi á vaxtabótum. Hafi umsækjandi tekið nýtt lán á árinu sem uppfyllir þessi sömu skilyrði er einnig heimilt að greiða inn á það.

Hafi íbúðarhúsnæði verið keypt á árinu má greiða inn á veðlán sem tekin voru vegna kaupanna og færð verða í kafla 5.2 í skattframtali næsta árs.

Eftirstöðvar láns
Í lánaupplýsingum sem birtast í umsókninni koma fram eftirstöðvar hvers láns eins og þær voru tilgreindar í síðasta skattframtali umsækjanda fyrir umsóknardag. Alltaf er miðað við stöðuna í árslok á því ári sem skattframtalið varðar. Ef um er að ræða verðtryggt lán eru eftirstöðvarnar tilgreindar með þeim og ráðstöfun á séreignarsparnaði gengur til greiðslu á höfuðstólnum með verðbótum.

Velja þarf inn á hvaða lán ráðstafa skuli séreignarsparnaði umsækjanda.

 

Fara efst á síđuna ⇑