Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 19.10.2019 20:08:26


Ξ Valmynd

2.1.1  Almennt - Ráđstöfun inn á fasteignaveđlán

Heimilt er að ráðstafa bæði eigin framlagi og framlagi launagreiðanda í séreignarlífeyrissjóð, til að greiða inn á höfuðstól veðlána sem tekin voru vegna öflunar (kaupa eða byggingar) á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Umsækjandi þarf því að eiga íbúðarhúsnæði til eigin nota, skulda vegna öflunar á því og hafa gert samning við vörsluaðila viðbótarlífeyrissparnaðar og launagreiðanda um að greiða í séreignarsjóð til þess að eiga rétt á þessari ráðstöfun.

Iðgjöld sem greidd hafa verið til vörsluaðila lífeyrissparnaðar vegna launa á vinnutímabilinu 1. júlí 2014-30. júní 2017, og á tímabilinu 1. júlí 2017-30. júní 2019, má ráðstafa til að greiða inn á höfuðstól veðlána sem færð eru í kafla 5.2 í skattframtali rétthafa, þ.e. lán sem uppfylla skilyrði til útreiknings á vaxtabótum. Þessi úttekt telst ekki til skattskyldra tekna, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og að tilteknu hámarki. Ef umsækjandi er í hjúskap eða sambúð skiptir ekki máli hvort hann eða maki er skráður fyrir því veðláni sem óskað er eftir að greiða inn á.

 

Fara efst á síđuna ⇑