Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 28.1.2025 23:17:47


Ξ Valmynd

2.1.2  Almennt - Húsnæðissparnaður

Sá sem ekki á nú þegar íbúðarhúsnæði til eigin nota hefur heimild til að taka út séreignarsparnað kaupi hann eða byggi slíkt húsnæði á ákveðnu tímabili, án þess að úttektin teljist til skattskyldra tekna rétthafa. Heimildin gildir um inneign í séreignarsjóði vegna launa á vinnutímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2023 upp að ákveðnu hámarki og að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Heimildin til þessarar ráðstöfunar á séreignarsjóði gildir til 31. desember 2024.

Sótt er um þessa úttekt á www.leidretting.is þegar maður hefur aflað sér íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Þangað til þarf ekki að gera neitt annað en að greiða í séreignarlífeyrissjóð, þannig að innstæða sé fyrir hendi þegar íbúðarhúsnæði er keypt eða byggt, að teknu tilliti til framangreindra tímamarka.

Með lögum nr. 111/2016, um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, voru lögfestar heimildir fyrir þá sem ekki hafa áður átt íbúðarhúsnæði til að taka út séreignarsparnað í tengslum við kaup á slíkri eign. Lögin gilda frá og með 1. júlí 2017.

 

Fara efst á síðuna ⇑