Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 25.6.2024 02:33:40


Ξ Valmynd

5.2.1  Hvenęr er hęgt aš sękja um?

Opnað var fyrir umsóknir um að ráðstafa séreignarsparnaði til greiðslu inn á fasteignaveðlán 28. maí 2014. Ef þú átt nú þegar íbúðarhúsnæði til eigin nota og vilt nýta séreignarsparnað af launagreiðslum frá 1. júlí 2014 til að greiða inn á fasteignaveðlán þín þarftu að sækja um fyrir 1. september sama ár. Eftir þetta er hægt að sækja um hvenær sem er á gildistíma þessarar heimildar, sem nú hefur verið framlengd til 31. desember 2024, og gildir umsóknin frá þeim mánuði sem hún berst.

Ef þú átt ekki íbúðarhúsnæði til eigin nota en greiðir í séreignarlífeyrissjóð og vilt nýta inneign þína til að taka út í formi húsnæðissparnaðar sækir þú um þegar þú aflar þér íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Þú þarft ekki að gera neitt annað en að greiða í séreignarsjóð af launagreiðslum á tímabilinu 1. júlí 2014 til 31. desember 2024 til að geta sótt um að taka út húsnæðissparnað þegar þú kaupir/byggir þér íbúðarhúsnæði til eigin nota. Sú heimild er í gildi til 31. desember 2024.

Athugið að frá 1. júlí 2017 gilda ákvæði laga nr. 111/2016, um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, um úttekt séreignarsparnaðar fyrir þá sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði áður.

 

Fara efst į sķšuna ⇑