Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 3.12.2024 18:00:24


Ξ Valmynd

5.3.1  Inn į hvaša lįn mį rįšstafa séreignarsparnaši?

Það má ráðstafa greiddum séreignarsparnaði inn á fasteignaveðlán sem tekin voru til að kaupa/byggja íbúðarhúsnæði til eigin nota og færð eru/verða í kafla 5.2 í skattframtali þínu, og eru þannig grundvöllur til útreiknings á vaxtabótum. Það skiptir ekki máli hvort lánið er verðtryggt, óverðtryggt eða með öðrum hætti heimilt er að greiða inn á öll veðtryggð lán sem uppfylla framangreind skilyrði, þ.m.t. lán sem tryggð eru með lánsveði, þ.e. ef þau hafa verið færð í kafla 5.2 í skattframtali þínu. Athugið að um ákvörðun á vaxtabótum gilda ýmsar skerðingarreglur þannig að lán getur uppfyllt skilyrði til útreiknings á vaxtabótum án þess að þær séu ákvarðaðar og greiddar.  
 
Ef þú tókst lán vegna kaupa/byggingar á íbúðarhúsnæði eftir árslok á því ári sem síðasta skattframtal þitt tekur til þarftu að bæta því við í lánalistann sem birtist í umsókninni.

 

Fara efst į sķšuna ⇑