Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 23.9.2020 12:08:15


Ξ Valmynd

7.8.5  LŠkkun vegna framfŠrslu nßmsmanns

Hægt er að sækja um lækkun ef framteljandi hefur á framfæri sínu námsmann í framhaldsskóla, sem ekki hefur nægar tekjur sér til framfærslu. Hér er einkum átt við námsmenn á aldrinum 16-21 árs. Ef ungmenni er í lánshæfur námi (skv. reglum LÍN) kemur lækkun ekki til álita.

Sótt er um með því að fylla út lið 1.3 á forsíðu skattframtals (í vefframtali er þessi liður einnig birtur sem kafli í eyðublaði RSK 3.05).

Hámarks lækkun á tekjuskatts- og útsvarsstofni við álagningu 2013 er 330.000 kr., ef námsmaður er tekjulaus. Frá þessari fjárhæð er dreginn 1/3 af tekjum námsmannsins, þannig að réttur framfæranda til ívilnunar fellur niður ef tekjurnar eru umfram 990.000 kr. á árinu 2012.


Ungmenni sem ekki er í námi
Sjá kafla 7.8.4 um ívilnun vegna framfærslu ungmennis sem ekki er í námi.

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑