Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 26.4.2024 21:35:23


Ξ Valmynd

7.11.3  Vaxtatekjur og arður erlendis

Hvers konar vaxtatekjur skal telja fram í 3. kafla framtals, en þær eru skattskyldar hér á landi óháð því hvar þeirra er aflað. Innstæður í erlendum bönkum og vaxtatekjur af þeim skal færa í lið 3.2 og erlend verðbréf og kröfur í lið 3.3 Umreikna skal þessar vaxtatekjur í íslenskar krónur miðað við kaupgengi eins og það var þegar vaxtatekjurnar voru lausar til ráðstöfunar.
 
Upplýsingar um gengi gjaldmiðla má fá á heimasíðu Seðlabankans, sedlabanki.is

Gera skal grein fyrir arði af erlendum hlutabréfum á hlutabréfablaðinu RSK 3.19 og færa niðurstöður í lið 3.6 á framtali (í vefframtali er þessi flutningur sjálfvirkur). Hafi verið greiddir skattar erlendis af arðinum skal gera grein fyrir þeim skattgreiðslum í athugasemdadálki í lið 1.4. Umreikna skal arðinn og skattgreiðslur í íslenskar krónur miðað við kaupgengi eins og það var þegar arðurinn var greiddur. Jafnframt skal láta fylgja með staðfestingu um greidda skatta erlendis.

 

Fara efst á síðuna ⇑