Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 2.12.2020 22:35:11


Ξ Valmynd

7.16  HlutabrÚfayfirlit l÷ga­ila

Yfirlit hlutabréfaeignar í öðrum félögum (innlendum og erlendum)

 
Í þessar töflur skal sundurliða hlutabréfaeign félagsins í öðrum félögum, jafnt innlendum sem erlendum. Ef félagið á engin hlutabréf í öðrum félögum eru þessar töflur tómar. Fyrir hvert innlent félag skal a.m.k. koma fram nafn félags, kennitala þess og nafnverð hlutafjáreignar. Fyrir hvert erlent félag skal a.m.k. koma fram nafn félags, land og bókfært verð hlutafjáreignar (gæti t.d. verið fært á kaupverði eða markaðsverði).
 
Ef fyrir liggur markaðsvirði (viðkomandi félag er skráð í kauphöll eða á tilboðsmarkaði) skal skrá það í dálkinn “raunvirði”, en annars hlutdeild í skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi félags. Dálkurinn “raunvirði” getur verið auður, ef ekki er vitað hvert skattalegt bókfært eigin fé viðkomandi félags er. Athugið að hlutdeild í skattalegu bókfærðu eigin fé getur ekki farið niður fyrir 0 kr. (orðið neikvæð), jafnvel þó að skattalegt bókfært eigin fé viðkomandi félags sé neikvætt. Raunvirði eignar framteljanda í öðru félagi getur þannig ekki verið minni en 0 kr. og fjárhæðin í dálknum “raunvirði” getur þannig ekki tekið mínusgildi.
 
Í samtölureitum 0450 og 0460 eru teknar saman samtölur nafnverðs/bókfærðs verðs og “raunvirðis”. Í mismunareitnum 0470 er reiknaður mismunur á raunvirði og nafnverði/bókfærðu verði (reitur 0460 - 0450). Í langflestum tilfellum ætti þá fjárhæðin í mismunareitnum 0470 að stemma við reit 7200 (Leiðrétting hlutabréfaeignar vegna auðlegðarskatts).
 
Tilgangur töflunnar er að draga fram leiðréttingu á hlutabréfaeign félags til raunvirðis í reit 7200.  Ef hlutabréf eru þegar færð á raunvirði í framtalinu (í reit 7990) þarf ekki að fylla töfluna út með mismun í reit 0470!
 
0400 Nafn félags
Hér skal skrá nafn viðkomandi félags (íslensks eða erlends).
 
0410 Kennitala
Hér skal skrá kennitölu félags, ef um íslenskt félag er að ræða.
 
0420 Land
Hér skal skrá heimaland félags, ef um erlent félag er að ræða.
 
0430 Nafnverð/bókfært verð hlutafjár
Hér skal skrá nafnverðseign í íslensku félagi, en bókfært verð eignar í erlendu félagi (sem getur verið nafnverð, kaupverð eða markaðsverð).
 
0440 Raunvirði hlutafjáreignar (ekki lægra en 0 kr.)
Ef fyrir liggur markaðsvirði (viðkomandi félag er skráð í kauphöll eða á tilboðsmarkaði) skal skrá það í dálkinn “raunvirði”, en annars hlutdeild í skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi félags. Dálkurinn “raunvirði” getur verið auður, ef ekki er vitað hvert skattalegt bókfært eigin fé viðkomandi félags er. Athugið að hlutdeild í skattalegu bókfærðu eigin fé getur ekki farið niður fyrir 0 kr. (orðið neikvæð), jafnvel þó að skattalegt bókfært eigin fé viðkomandi félags sé neikvætt.
 
0450 Samtals nafnverð/bókfært verð
Hér skal skrá samtölu nafnverðseignar/bókfærðs verðs íslenskra og erlendra félaga í reitum 0430.
 
0460 Samtals raunvirði
Hér skal skrá samtölu “raunvirðis” íslenskra og erlendra félaga í reitum 0440.
 
0470 Mismunur
Hér skal færa mismun raunvirðis í reit 0460 og nafnverðs/bókfærðs verðs í reit 0450 (þ.e. 0460 - 0450). Í langflestum tilfellum ætti fjárhæðin í mismunareitnum 0470 að stemma við reit 7200 (Leiðrétting hlutabréfaeignar vegna auðlegðarskatts).

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑