Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 16.4.2024 11:32:42


Ξ Valmynd

7.17  Leiðrétting hlutabréfaeignar lögaðila vegna auðlegðarskatts

 

7200 Leiðrétting hlutabréfaeignar vegna auðlegðarskatts
Með bráðabirgðaákvæði XXXIII við skattalög nr. 90/2003, sem sett var með 24. gr. laga nr. 128/2009, er vikið frá ákvæði 5. tölul. 73. gr. skattalaga og lögaðilum gert að telja fram hlutdeild sína í öðrum félögum á markaðsverði ef um er að ræða félög sem skráð eru í kauphöll eða á skipulögðum tilboðsmarkaði, en annars hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi félags í stað nafnverðs.
Gert er ráð fyrir að í flestum tilfellum sé þegar búið að leiðrétta hlutabréfaeign framteljanda í öðrum félögum til nafnverðs í reit 7090 (sbr. 5. tölul. 73. gr. skattalaga) og slík nafnverðseign endurspeglist því í hreinni eign í reit 7990. Hér skal því færa leiðréttingu í samræmi við ofangreint bráðabirgðaákvæði, sem færir hlutabréfaeign í öðrum félögum til markaðsverðs eða “raunvirðis”. Athuga skal að þessi leiðrétting getur aðeins fært eign í öðru félagi niður í 0 kr. (jafnvel þó eigið fé þess félags sé neikvætt).
Í langflestum tilfellum ætti fjárhæðin í reit 7200 að stemma við mismunareitinn 0470 í hlutabréfatöflunni með framtalinu.
Tilgangur þessa er að ná fram sérstöku (“leiðréttu”) skattalegu bókfærðu eigin fé félags, sem á hlutabréf í öðrum félögum (sjá reit 7995), sem síðan er notað við útreikning auðlegðarskatts hjá þeim einstaklingum sem eiga hlutabréf í félaginu.
Sé hlutabréfaeign í öðrum félögum þegar færð á raunvirði í reit 7990 (í stað nafnverðs), skal reitur 7200 ekki notaður!
 
7995 Skattalegt bókfært eigið fé vegna útreiknings auðlegðarskatts
Hér skal færa summu reita 7990 og 7200, þ.e. eigið fé í reit 7990 að gerðri leiðréttingu í reit 7200 (þar sem hlutabréfaeign í öðrum félögum er færð til “raunvirðis”).

 

Fara efst á síðuna ⇑