Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 30.12.2024 17:03:03


Ξ Valmynd

4.1.3  Reikningaútgáfa

Tilgreina skal gistináttaskatt á sölureikningi eða greiðslukvittun og myndar hann stofn til virðisaukaskatts. Á reikningnum þarf orðið gistináttaskattur að koma fram og heildarfjárhæð hans. Ekki er gerð krafa um að númerið á lögum um gistináttaskatt (nr. 87/2011) sé tilgreint.

Í stað þess að gistináttaskattur sé sundurliðaður sérstaklega sem einn af nokkrum liðum sem mynda heildarfjárhæð reiknings er heimilt er að tilgreina gistináttaskattinn neðst á reikningi þar sem fram kæmi að hann væri innifalinn í heildarfjárhæðinni. Þannig gæti reikningur sem er í erlendum gjaldmiðli haft texta neðst sem segði að gistináttaskattur (lodging tax) væri innifalinn í reikningsfjárhæðinni og heildarfjárhæð hans tilgreind í íslenskum krónum. Heildarfjárhæð álagðs gistináttaskatts sem lagður er á reikninginn skal koma fram en ekki einungis að gistináttaskattur sé lagður á og að hann sé 600 kr. á hverja gistinótt fyrir gististaði, 300 kr. fyrir tjaldsvæði, stæði fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi og 1.000 kr. fyrir gistingu um borð í skemmtiferðaskipi.  

 

Fara efst á síđuna ⇑