Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 25.4.2024 15:17:28


Ξ Valmynd

4.1.1  Gistináttaeining

Gistináttaeining er leiga á gistiaðstöðu (gistirými) í allt að einn sólarhring. Gistirýmið er húsnæði eða svæði sem leigt er út í þeim tilgangi að þar sé dvalið yfir nótt, svefnaðstaða sé fyrir hendi eða hægt sé að koma henni fyrir og leigan sé almennt til skemmri tíma en eins mánaðar, svo sem hús, íbúðir og herbergi. Afmarka verður hverju sinni það gistirými sem verið er að leigja út. Almennt er ekki miðað við einstakling, en gistirýmið er þó í ákveðnum tilvikum afmörkuð við svefnrými fyrir hvern einstakling fyrir sig. Tilhögun greiðslu ræður ekki úrslitum í þessu sambandi.

Hótel
Herbergi á hótelum teljast til gistirýma í þessu sambandi. Á það einnig við þegar heil hæð er leigð út sem og þegar hótel er leigt einum aðila. Fjöldi herbergja í hóteli eru því fjöldi gistirýma þó svo að hótelið sé leigt út í heilu lagi.  Ef hótel leigja út íbúðir teljast þær hver og ein gistirýmið.

 
Gistiheimili
Herbergi sem leigð eru sérstaklega út teljast til gistirýma. Ef hvert rúm/svefnpokapláss er leigt út sérstaklega telst það til gistirýmis. Ef gistiheimili er leigt út í heilu lagi er hvert herbergi gistirými. Í slíkum tilvikum er þannig ekki miðað við fjölda svefnstæða, þótt almennt séu þau leigð út sérstaklega.
 
Íbúðir og orlofshús
Hver íbúð telst gistirými ef hún er leigð út í einu lagi. Ef fleiri en ein íbúð er í húsnæði telst hver íbúð fyrir sig sem gistirými sem miða skal gistináttaeininguna við. Á það einnig við þó að báðar eða allar íbúðirnar í húsnæðinu séu leigðar sama aðila. Ef herbergi í íbúð er leigt sérstaklega telst hvert herbergi gistináttaeining.
 
Tjaldsvæði
Á tjaldsvæðum er stæðið undir hvert tjald gistirýmið. Stæði fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi eru með sama hætti það gistirými sem miða ber innheimtu gistináttaskatts við. Tjaldsvæði í heild sinni telst ekki gistirými í þessu sambandi.
 
Skemmtiferðaskip 
Um borði í skemmtiferðaskipum er gistináttaeiningin káetan/herbergið sem farþegi hefur til umráða. 

 

Fara efst á síđuna ⇑