Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 11.11.2024 10:19:48


Ξ Valmynd

3  Staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts

Nú geta skilaskyldir aðilar skv. 3. gr. laga nr. 94/1996 skilað afdreginni staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur rafrænt, á skattur.is, með því að skrá sig inn með varanlegum aðallykli eða skilalykli. Gildir það bæði um staðgreiðslu vegna arðs og staðgreiðslu af vaxtatekjum. Formið er sambærilegt við greiðsluseðilinn á pappír. Þeir aðilar sem ekki hafa aðgang að rafrænum skilum staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts, geta óskað eftir aðgangi hjá ríkisskattstjóra.

Rafræn skilagrein - breytingar
Innsendri skilagrein er hægt að breyta fram að eindaga tímabils.  Eftir eindaga er lokað fyrir breytingar.  Einnig er lokað fyrir breytingar ef RSK hefur skilagreinina til meðferðar.  Ef gera þarf breytingar á skilagrein eftir eindaga þá þarf að skila þeim inn á pappír.  

Til að breyta skilagrein er farið í "Yfirlit" og sóttur listi yfir skilagreinar.   Aftast í línunni fyrir hverja skilagrein er felligluggi  og þar er valið "Breyta skilagrein".

Athugið:  Við breytingu skal skrá heildartölur en ekki breytingu til hækkunar eða lækkunar.

Nánar:

 

Fara efst á síðuna ⇑