RAFRÆN SKIL OG UMSÓKNIR
3.1 Greitt í vefbanka
Um leið og skilagrein er skilað rafrænt verður til krafa í vefbanka gjaldanda, sem hann getur greitt þar, allt fram á eindaga. Sé krafa greidd síðar þarf að greiða hana hjá innheimtumanni ríkissjóðs.
Þegar gerð er breyting á skilagrein verður til ný krafa í vefbanka. Eldri krafa verður áfram til í vefbankanum fram að eindaga en fellur þá úr gildi. Mikilvægt er því að velja rétta kröfu þegar greitt er.
Sé skilagrein skilað eftir eindaga er einnig hægt að greiða hana í vefbanka, ef hún er greidd samdægurs.