Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 12.9.2024 18:07:44


Ξ Valmynd

4.3  Skil á gistináttaskatti

Uppgjörstímabil gistináttaskatts er tveggja mánaðaskil.  

Gjalddagi er fimmti dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann yfir á næsta virka dag á eftir. Eigi síðar en á gjalddaga skulu skattskyldir aðilar ótilkvaddir skila skýrslu um fjölda seldra gistináttaeininga á uppgjörstímabilinu og standa skil á greiðslu skattsins til innheimtumanns ríkissjóðs (Ríkisskattstjóri en sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins).

Skil á gistináttaskatti eru með sambærilegum hætti og skil á virðisaukaskatti og gert ráð fyrir að skattskyldir aðilar skili með rafrænum hætti af þjónustusíðu sinni, www.skatturinn.is

 

Nánar:

 

Fara efst á síđuna ⇑