Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 25.5.2024 02:15:47


Ξ Valmynd

4.1  Almennt

Gistináttaskatturinn er 600 kr. á hverja selda gistináttaeiningu fyrir gististaði. Fyrir tjaldstæði, stæði fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi er skatturinn 300 kr.  Fyrir skemmtiferðaskip er skatturinn 1.000 kr.

Gistináttaeining er leiga á gistiaðstöðu í allt að einn sólarhring. Með gistiaðstöðu er átt við herbergi, húsnæði eða svæði sem leigt er út í þeim tilgangi að þar sé dvalið yfir nótt, að svefnaðstaða sé fyrir hendi eða hægt sé að koma henni fyrir og leigan sé almennt til skemmri tíma en eins mánaðar.

Boðið er upp á rafræn skil á gistináttaskatti. Með rafrænum skilum er m.a. hægt að skila skýrslu, stofna kröfu til greiðslu í heimabanka, gera leiðréttingar og fá yfirlit. Áminningar um eindaga eru sendar í tölvupósti, auk orðsendinga og annarra tilkynninga.

Skilaskyldum aðilum ber að tilkynna ríkisskattstjóra um starfsemina áður en hún hefst.
 
Tilgreina ber gistináttaskatt (e. lodging tax) á sölureikningi eða greiðslukvittun og myndar hann stofn til virðisaukaskatts og ber 11% virðisaukaskatt eins og gistingin. 

Nánar:

 

Fara efst á síđuna ⇑