Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 12.9.2024 19:47:53


Ξ Valmynd

6.5  Breyting skráningar raunverulegs eiganda - Félagasamtök og sambćrilegir ađilar

Félagasamtök og sambærilegir aðilar þurfa að skila inn upplýsingum um raunverulega eigendur.

Í þeim tilvikum þar sem ekki er hægt að skrá raunverulegan eiganda lögaðila á grundvelli eignarhalds skal sá einstaklingur, einn eða fleiri, sem stjórnar starfsemi lögaðilans teljast raunverulegur eigandi. Það má skrá stjórn í heild, að hluta eða framkvæmdastjóra. Það er undir félaginu komið að meta hvaða einstaklingur það er, einn eða fleiri sem í raun stjórnar starfsemi félagsins. Þegar aðili er skráður raunverulegur eigandi á grundvelli stjórnunar þýðir það ekki að aðilinn sé „raunverulegur eigandi“ í samræmi við almenna málvenju. Félagið verður ekki talið hans eign í skilningi eignarréttar og skráningunni fylgir engin skattaleg ábyrgð eða skylda. Skráning raunverulegra eigenda felur ekki í sér aukna ábyrgð á viðkomandi einstaklinga umfram þá ábyrgð sem þegar fylgir því að starfa í félögum.

 

  1. Skráningaraðili skráir sig inn með rafrænum skilríkjum á þjónustuvef Skattsins – www.skattur.is



     
  2. Í fyrstu valmyndinni velur skráningaraðili hnappinn “Félög sem ég tengist”


     
  3. Skráningaraðili smellir á hnappinn „Innskráning á vef félagsins“ í línu félagsins sem á að breyta skráningu raunverulegra eigenda fyrir.



     
  4. Þegar komið er inn á þjónustuvef félagsins er smellt á valmyndina “Almennt” og þaðan á “Raunverulegur eigandi”



     
  5. Skráningaraðili velur hnappinn “Breyta skráningu”



     
  6. Hér birtast upplýsingar úr fyrirtækjaskrá um stjórn / prókúruhafa ofl. Skráningaraðili fyllir inn tölvupóstfang sitt og velur svo hnappinn “Halda áfram”



     
  7. Ath. að í tilviki félagasamtaka og sambærilegra aðila þarf að velja “Dreift eignarhald”

    Til að fjarlægja fyrri eiganda þarf að smella á stækkunarglerið hægra megin við eigandann og velja “Afskrá hnappinn” neðst á síðunni.





     
  8. Til að bæta við nýjum eigendum velur skráningaraðili hnappinn “Bæta við eiganda” og fyllir inn allar upplýsingar um nýjan eiganda.
  • Eigi öll stjórnin í heild sinni að vera skráður raunverulegur eigandi er valið “stjórn skráð sem eigandi” og þá þarf að passa að fylla út upplýsingar um hvern og einn aðila.
  • Eigi einn aðili úr stjórn eða hluti stjórnar að vera skráður er valið “bein stjórnun skráðs aðila”.
  • Tegund breytinga: Breyting á stjórn.
  • Ekkert er fyllt út í eignarhlutur eða atkvæðavægi.

Nauðsynlegt er að hlaða inn gögnum sem staðfesta veittar upplýsingar. Sem dæmi um gögn sem geta fylgt eru undirrituð fundargerð þegar stjórn var kjörin eða staðfesting á skráningu frá fyrirtækjaskrá Skattsins.

 

  1. Þegar fyrri eigendur hafa verið fjarlægðir og nýir eigendur skráðir inn, velur skráningaraðili hnappinn “Senda í undirritun”.


     
  1. Þeir aðilar sem þurfa að undirrita tilkynninguna þurfa þá að fara inn á sína persónulegu þjónustusíðu á www.skattur.is og undirrita tilkynninguna svo að hún taki gildi. Þetta er gert með því að skrá sig inn á þjónustusíðuna og velja myndina “Þú átt skjöl til undirritunar”.

 

 

 

Fara efst á síđuna ⇑