Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 23.11.2024 22:15:28


Ξ Valmynd

6.1.1  Ţrep 1 - Stofnendur og hlutafé

Skrá þarf inn stofnendur félagsins ásamt stofnframlagi hvers og eins. Eingöngu einstaklingar með íslenska kennitölu og rafræn skilríki geta stofnað félag með rafrænni fyrirtækjaskrá. Íslenskir lögaðilar þar sem stjórnarmenn/prókúruhafar eru með rafræn skilríki geta einnig stofnað félag með rafrænni fyrirtækjaskrá. Aðrir einstaklingar og lögaðilar þurfa að skila inn gögnum á pappír. Athygli er vakin á því í þessu sambandi að einstaklingar verða að hafa náð 18 ára aldri, vera lögráða og mega ekki hafa farið fram á né vera í greiðslustöðvun né bú þeirra vera undir gjaldþrotaskiptum.

Vinsamlegast hafið í huga að ekki er hægt að stofna félag nema stofnframlag stofnenda nái lágmarkshlutafé sem er 500.000 kr. Einnig verður hlutafé að hafa verið greitt til félagsins.

Sé hlutafé greitt í peningum þarf staðfestingu löggilts endurskoðanda eða skoðunarmanns að hlutafé hafi verið greitt til félagsins.

Ef hlutafé er greitt í öðru en reiðufé verður stjórn að gera skýrslu um greiðsluna sem staðfest er af löggiltum endurskoðanda eða lögmanni.

Hér á eftir er myndband sem fjallar um greiðslu hlutafjár.

 

Fara efst á síđuna ⇑