Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 21.11.2024 12:24:41


Ξ Valmynd

6.1.2  Þrep 2 - Firmaheiti

Skrá skal inn firmaheiti félagsins sem stofna á, lögheimili þess og stofndag. Tölvukerfið mun athuga hvort einhver firmaheiti eða vörumerki séu til á skrá sem hugsanlega gætu komið í veg fyrir skráningu firmaheitis nýja félagsins. Eingöngu er um einfalda leit að ræða og starfsmenn RSK munu skoða firmaheitið betur þegar gögnin eru komin til afgreiðslu. Þótt engin ábending komi upp um hugsanlega of lík firmaheiti þá þarf það ekki að þýða að firmaheitið verði samþykkt. Hægt er að skrá erlent aukheiti en það verður að vera sem beinust þýðing af íslensku aðalheiti félagsins.

Einnig er hægt að skrá sérstakt póstfang félagsins ef pósturinn á ekki að fara á lögheimili félagsins. Sé póstfangið á heimili annars félags eða einstaklings er gott að skrá inn bt aðila (berist til). Skrá þarf inn kennitölu þess aðila/félags.

Auk þess er hægt að skrá pósthólf sé félagið með slíkt hólf.

Hér á eftir er myndband sem fjallar um firmaheiti.

 

Fara efst á síðuna ⇑