Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 28.3.2024 12:36:13


Ξ Valmynd

6.3  Raunverulegur eigandi

1. Skráningaraðili skráir sig inn á þjónustuvef Skattsins á slóðinni www.skattur.is með rafrænum skilríkjum.
 
 
2. Í fyrstu valmyndinni velur skráningaraðili hnappinn „Félög sem ég tengist“.
 
3. Skráningaraðili smellir á hnappinn „Innskráning á vef félagsins“ í línu félagsins sem á að skrá raunverulegan eiganda fyrir.
 
 
4. Þegar komið er inn á þjónustuvef félagsins birtist kassi með titlinum „Tilkynning um raunverulega eigendur“. Þar velur skráningaraðili hnappinn „Skrá raunverulega eigendur“. Ef þessi kassi birtist ekki er einnig hægt að velja „Raunverulegur eigandi“ í valmyndinni „Almennt“ efst á síðunni.
 
5. Í þessari valmynd kemur upp listi yfir skráningar á raunverulegum eiganda. Ef verið er að skrá raunverulegan eiganda í fyrsta skipti er listinn tómur. Skráningaraðili smellir þá á hnappinn „Hefja skráningu“. Ef raunverulegur eigandi hefur áður verið skráður, er smellt á hnappinn „Breyta skráningu“.
 
 
6. Hér birtast upplýsingar úr fyrirtækjaskrá um stofnendur / stjórn / prókúruhafa ofl. Skráningaraðili skráir inn tölvupóstfang sitt, áður en skráning heldur áfram.
 
7. Skráningaraðili velur annan hvorn möguleikann áður en aðili er skráður. Ef einhver eigandi uppfyllir kröfur um raunverulega eigendur, er hakað við „Raunverulegir eigendur“. Ef ekki er mögulegt að finna raunverulegan eiganda, er hakað við neðri möguleikann.
Þegar búið er að haka við réttan valmöguleika, smellir skráningaraðili á hnappinn „Bæta við eiganda“.
 
8. Skráningaraðili skráir inn fyrsta raunverulega eigandann. Fylla þarf inn kennitölu, nafn, tölvupóstfang, eignarhluta, atkvæðavægi og velja minnst einn valmöguleika um tegund eignarhalds. Einnig þarf hér að senda inn gögn sem staðfesta veittar upplýsingar.
Nánari útskýringar og skilgreiningar á raunverulegum eiganda má finna á vefsíðu Skattsins.
 
9. Þegar búið er að skrá alla raunverulega eigendur, smellir skráningaraðili á hnappinn „Senda í undirritun“. Þeir aðilar sem skráðir hafa verið sem raunverulegir eigendur þurfa þá að fara inn á sína persónulegu þjónustusíðu og undirrita tilkynninguna.
 
 
10. Þegar skjölin hafa verið send í undirritun þurfa aðilarnir sem eiga að undirrita að skrá sig inn á sinn persónulega þjónustuvef. Þetta er gert með því að fara inn á www.skattur.is og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Í fyrstu valmyndinni velur sá sem hyggst undirrita hnappinn "Mín þjónustusíða".
 
 
11. Undirritunaraðili fær upp á forsíðunni glugga merktan "Þú átt skjöl til undirritunar". Þar smellir aðilinn á hnappinn "Undirrita".
 
 
12. Undirritunaraðili skráir sig inn á Signet vef með rafrænum skilríkjum og fær þá upp skráninguna, sem bíður undirritunar.
 
 

 

Fara efst á síđuna ⇑