RAFRĆN SKIL OG UMSÓKNIR
6.4 Breyting skráningar raunverulegs eiganda - Félög í atvinnurekstri
- Skráningaraðili skráir sig inn með rafrænum skilríkjum á þjónustuvef Skattsins – www.skattur.is
- Í fyrstu valmyndinni velur skráningaraðili hnappinn “Félög sem ég tengist”
- Skráningaraðili smellir á hnappinn „Innskráning á vef félagsins“ í línu félagsins sem á að breyta skráningu raunverulegra eigenda fyrir.
- Þegar komið er inn á þjónustuvef félagsins er smellt á valmyndina “Almennt” og þaðan á “Raunverulegur eigandi”
- Skráningaraðili velur hnappinn “Breyta skráningu”
- Hér birtast upplýsingar úr fyrirtækjaskrá um stofnendur / stjórn / prókúruhafa ofl. Skráningaraðili fyllir inn tölvupóstfang sitt og velur svo hnappinn “Halda áfram”
- Til að fjarlægja fyrri eiganda þarf að smella á stækkunarglerið hægra megin við eigandann og velja “Afskrá hnappinn” neðst á síðunni.
- Til að bæta við nýjum eigendum velur skráningaraðili hnappinn “Bæta við eiganda” og fyllir inn allar upplýsingar um nýjan eiganda. Sjá skilgreiningar á tegundum eignarhalds.
- Þegar fyrri eigendur hafa verið fjarlægðir og nýir eigendur skráðir inn, velur skráningaraðili hnappinn “Senda í undirritun”.
- Þeir aðilar sem þurfa að undirrita tilkynninguna þurfa þá að fara inn á sína persónulegu þjónustusíðu á www.skattur.is og undirrita tilkynninguna svo að hún taki gildi. Þetta er gert með því að skrá sig inn á þjónustusíðuna og velja myndina “Þú átt skjöl til undirritunar”.