6.1.3 Þrep 3 - Tilgangur, stjórn o.fl.
Skrá skal tilgang félagsins, atvinnugreinanúmer ásamt upplýsingum um stjórn, framkvæmdastjórn, prókúru og endurskoðanda/skoðunarmann. Vinsamlegast hafið í huga að samræmi verður að vera milli tilgangs félagsins og firmaheitis (t.d. ef fram kemur í heiti félagsins að það sé veitingastaður þá skal tilgangurinn vera í samræmi við það). Tilgangur félagsins má vera fjölþættur og æskilegt að þar komi fram helsta starfsemi félagsins. Síðan skal velja atvinnugreinanúmer (ÍSAT númer) í samræmi við tilgang félagsins. Hægt er að skrá inn nokkur atvinnugreinanúmer sé starfsemin fjölþætt.
Samkvæmt lögum verður að vera a.m.k. að vera einn maður í stjórn. Sé aðeins einn í stjórn verður einnig að kjósa varamann. Séu tveir eða fleiri í stjórn er ekki skylda að kjósa varamann þótt það sé heimilt. Séu tveir eða fleiri í stjórn skal velja stjórnarformann og aðrir stjórnarmenn kallast meðstjórnendur.
Stjórnarmenn skulu vera orðnir 18 ára, lögráða, fjár síns ráðandi og mega ekki á síðustu þremur árum hafa í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað.
Hér á eftir er myndband sem fjallar um ÍSAT númer og stjórn félags.