Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 1.12.2024 18:20:46


Ξ Valmynd

7.4.1  Almennt um söluhagnað

Nauðsynlegt er að seljandi sýni útreikning söluhagnaðar eða sölutaps. Í athugasemdum þarf hann að gera grein fyrir skattalegri meðferð söluhagnaðar, þ.e.a.s. ósk um frestun skattlagningar eða dreifingu, sbr. það sem fram kemur í kafla 7.4.3. Söluhagnaður utan rekstrar telst til fjármagnstekna.
 
Almennt er söluhagnaður eigna skattskyldur án tillits til þess hversu lengi seljandi hefur átt eignina. Á þessu eru þó eftirfarandi undantekningar:
  • Hagnaður af sölu lausafjár sem ekki er notað í atvinnurekstri er skattfrjáls nema eignanna hafi verið aflað í þeim tilgangi að selja með hagnaði.
  • Hagnaður manns af sölu íbúðarhúsnæðis er skattfrjáls hafi hann átt hina seldu eign í full tvö ár eða lengur og ef heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis í eigu seljanda á söludegi er ekki meira en 600 m3 hjá einstaklingi eða 1200 m3 hjá hjónumAth. Frá og með tekjuárinu 2016 (framtal 2017) eiga þessi stærðarmörk varðandi takmörkun á skattfrelsi
    söluhagnaðar íbúðarhúsnæðis þó ekki við, ef um er að ræða hagnað af sölu íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
  • Hagnaður af sölu tiltekinna hlutabréfa sem keypt voru á árunum 1990-1996 að vissu hámarki, sbr. það sem fram kemur um „Sérstök hlutabréf” í kafla 7.6 um kaup og sölu hlutabréfa.

 

Fara efst á síðuna ⇑