Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 12.9.2024 19:54:08


Ξ Valmynd

2  Tekjur, ađrar en fjármagnstekjur

Áritun á tekjusíðu.
Laun, hlunnindi, starfstengdar greiðslur, styrkir o.fl., eru árituð á framtalið samkvæmt innsendum launamiðum. Einnig greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, Atvinnuleysistryggingasjóði, Fæðingarorlofssjóði og lífeyrissjóðum. Á vefframtalinu eru laun sundurliðuð á launagreiðendur, en á pappírsframtalinu er aðeins heildarfjárhæð launa birt.

Áritun nær einnig til frádráttar vegna iðgjalds í lífeyrissjóð, frádráttar vegna viðbótarlífeyrissparnaðar ef sá sparnaður fer í gegnum launagreiðanda svo og staðgreiðslu af árituðum launum samkvæmt launamiðum. Framteljandi þarf hins vegar sjálfur að færa frádrátt á móti öðrum tekjuliðum og fylla út viðeigandi fylgigögn.
Áríðandi er að framteljandi athugi hvort áritaðar fjárhæðir og aðrar upplýsingar séu í samræmi við gögn og upplýsingar sem hann hefur sjálfur undir höndum. Á vefframtalinu eru ekki sérstakir leiðréttingarreitir, heldur eru fjárhæðir leiðréttar með því að yfirskrifa áritaðar fjárhæðir með réttum fjárhæðum.

Leiðréttingu til lækkunar á árituðum launatekjum þarf framteljandi að rökstyðja með nauðsynlegum gögnum og geta um í athugasemdum í lið 1.4.

Hafi framteljandi þegið laun frá öðrum en fram koma á sundurliðunarblaði þarf að bæta þeim upplýsingum inn á framtalið. Jafnframt verður að gæta þess að leiðrétta frádrátt eftir atvikum, vegna iðgjalda í lífeyrissjóði og afdregna staðgreiðslu.

Hafi tilfallandi verktakagreiðslur verið áritaðar í kafla 2.3 á tekjusíðu þarf að færa þær þaðan og inn á rekstraryfirlit RSK 4.10 eða rekstrarskýrslu RSK 4.11, ef færa þarf frádrátt (kostnað) á móti slíkum tekjum.

Nánar:

 

Fara efst á síđuna ⇑