Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 1.12.2024 17:02:54


Ξ Valmynd

2.3.1  Greiđslur frá Tryggingastofnun ríkisins

Allar greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og Sjúkratryggingum Íslands eru áritaðar á framtalið.

TR endurreikar bótarétt framteljanda á tekjuárinu á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um aðrar tekjur ársins. Endurreiknaða fjárhæðin er árituð í reit 40 í skattframtali og stemmir því ekki endilega við fjárhæð samkvæmt síðasta greiðsluseðli ársins frá TR.

TR kann jafnframt að endurreikna bótarétt tekjuársins að nýju þegar staðfest skattframtal liggur fyrir og senda nýjar upplýsingar um bótarétt tekjuársins til RSK ef þörf er á. Ef slík breyting verður gerð er hún tilkynnt framteljanda sérstaklega á þjónustusíðu á skattur.is.

  • Ellilífeyrir
  • Dagpeningar
  • Dánarbætur
  • Ellilífeyrir
  • Endurhæfingarlífeyrir
  • Foreldragreiðslur
  • Heimilisuppbót
  • Maka- og umönnunarbætur
  • Mæðra- og feðralaun
  • Niðurfelling kröfu vegna ofgreiðslu
  • Orlofs- og desemberuppbætur
  • Sjúkra - og slysadagpeningar
  • Skattskyld sjúklingatrygging
  • Tekjutrygging
  • Uppbót vegna reksturs bifreiðar
  • Uppbætur
  • Vasapeningar
  • Örorkulífeyrir og örorkustyrkur
  • Örorkulífeyrir frá TR vegna slysa. Sé hann vegna barna yngri en 16 ára telst hann sem tekjur hjá framfæranda og skiptist þá jafnt ef um hjón eða sambúðarfólk er að ræða

 

Fara efst á síđuna ⇑