Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 1.12.2024 17:25:35


Ξ Valmynd

7.11.4  Aðrar tekjur erlendis

Hafi annarra tekna verið aflað erlendis en þeirra sem fjallað er um í köflum um launatekjur erlendis, um vaxtatekjur og arð erlendis og um laun frá alþjóðastofnunum, skal gera grein fyrir þeim í athugasemdadálki í lið 1.4. Þetta á við um söluhagnað, leigutekjur, hvers konar skattskylda vinninga o.fl. Hafi verið greiddir skattar erlendis af þessum tekjum skal einnig gera grein fyrir þeim í athugasemdum. Umreikna skal tekjurnar (og skattgreiðslurnar) í íslenskar krónur miðað við meðalgengi þess tímabils þegar teknanna var aflað. Jafnframt skal láta fylgja með staðfestingu um greidda skatta erlendis hafi teknanna verið aflað í ríki sem Ísland hefur ekki tvísköttunarsamning við.

Upplýsingar um gengi gjaldmiðla má fá á heimasíðu Seðlabankans, sedlabanki.is

 

Fara efst á síðuna ⇑