Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 12.9.2024 18:14:15


Ξ Valmynd

7.18  Innskattskvöð fasteigna a RSK 4.01

Innskattskvöð á eignaskrá RSK 4.01

Þegar keyptar eða byggðar eru fasteignir og mannvirki í fyrningarflokki 06 (aðrar en íbúðarhús (flokkur 09)) skal tilgreina hvort færður hafi verið innskattur vegna þeirra. Hafi hann verið færður skal tilgreina hvort um sérstaka skráningu sé að ræða eða ekki.
 
Á eignaskrá 2009 (framtal 2010) og síðar eru nýir reitir vegna innskatts af fasteignum, sem þó ber eingöngu að fylla út fyrir eignir í flokki 06.
 
Fasteign sem er keypt/byggð 2009 eða síðar
Þegar innsköttuð er eign sem var keypt/byggð á rekstrarárinu þarf alltaf að skrá í nýja reitinn og jafnframt tilgreina hvort um sérstaka skráningu er að ræða. Þá er merkt við “Já” í netframtali eða valið “Sérstök skráning” í DK-framtali.
Innskatt vegna eigin skattskyldrar starfsemi á líka að skrá, en þá er valið “Nei” í netframtali eða valið “Almenn skráning” í DK-framtali.
 
Ef ekki er færður innskattur þarf að tilgreina það með því að velja “Ekki innskattað” í DK-framtali, en með því að fylla ekki út liðinn um innskattskvöð á netframtali.
 
Eign keypt/byggð 2008 og fyrr
Fyrir eignir sem voru keyptar/byggðar 2008 og fyrr þarf að tilgreina hvort þær voru innskattaðar eða ekki. Nóg er að skrá innskatt og kaupár/byggingarár, en ekki þarf að tilgreina hvort um sérstaka skráningu er að ræða. Hafi innskattskvöð verið yfirtekin á að skrá yfirtekna fjárhæð en upphaflegt ártal.
 
Vegna fyrningartíma á innskattskvöð þarf ekki að skrá upplýsingar vegna innskatts frá 2000 og fyrr.
 
Uppreikningur og gjaldfærsla
Reitir fyrir innskattskvöð á Eignaskrá RSK 4.01 eru fyrsta skrefið í að fá upplýsingar um þennan lið og verður e.t.v. eitthvað meira tengt við hann síðar. Athugið að skrá á þá fjárhæð sem færð var sem innskattur, án uppreiknings samkvæmt vísitölu.
 
Innskattur vegna gjaldfærslna fer ekki á Eignaskrá RSK 4.01, þó þær kunni að tilheyra eignum í sérstakri skráningu og leiða til innskattskvaðar. Hugsanlega verður sérstökum reit bætt á framtal síðar vegna slíks innskatts.

 

Fara efst á síðuna ⇑