Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 21.12.2024 13:01:56


Ξ Valmynd

2.5  Leiðrétta skýrslu

Leiðrétting á nýjasta uppgjörstímabili

Senda skal nýja og leiðrétta virðisaukaskattsskýrslu í stað fyrri skýrslu.

Það er hægt að senda leiðréttingu á virðisaukaskattsskýrslu sem ríkisskattstjóri hefur tekið afstöðu til t.d. gert á henni breytingu eða samþykkt hana.  

Sé um greiðsluskýrslu að ræða stofnast ný krafa í vefbanka.   Eldri krafan hverfur svo úr heimabanka kl: 21 á gjalddaga.

Leiðrétting á fyrri uppgjörstímabilinum
Hægt er að leiðrétta virðisaukaskattsskýrslur vegna fyrri uppgjörstímabila virðisaukaskatts.  Hægt er að senda leiðréttingar vegna fyrri uppgjörstímabila allt þar til skilað hefur verið skattframtali fyrir viðkomandi rekstrarár.

Ef greiðslu- eða inneignarskýrsla er send til leiðréttingar í stað áætlunar ríkisskattstjóra á virðisaukaskatti er nauðsynlegt að meðfylgjandi skilum fylgi hreyfingalistar yfir innskatt og útskatt ásamt afritum af stærstu innskattsskjölum ásamt stærstu sölureikningum svo að leiðrétt virðisaukaskattsskýrsla verði tekin til afgreiðslu af ríkisskattstjóra.   Undir liðnum Viðbótargögn er valin sú virðisaukaskattsskýrsla sem hengja skal á viðhengi með því að smella á hnappinn "Bæta við gögnum".

Þegar að ríkisskattstjóri hefur fallist á leiðréttingu á virðisaukaskattsskýrslu/áætlun  fær aðili senda tilkynningu um afgreiðslu hennar.   Fjársýsla ríkisins stofnar svo eftir atvikum kröfu í heimabanka aðila.
 

 

 

Fara efst á síðuna ⇑