Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 16.9.2021 15:57:04


Ξ Valmynd

2.2.1  Žrep 1 - skrįning

Virðisaukaskattsnúmer
Velja þarf virðisaukaskattsnúmer ef aðila hefur verið úthlutað fleiri en einu virðisaukaskattsnúmeri.

Í reit A skal færa skattsskylda veltu í 24% þrepi án virðisaukaskatts (útskatts).

Í reit B skal færa skattsskylda veltu í 11% þrepi án virðisaukaskatts (útskatts)

Í reit C skal færa undanþegna veltu skv. 12. gr. nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, s.s. útflutning.  Hér skal ekki færa upplýsingar um undanþegna starfsemi skv. 2. gr. sömu laga.

Í reit D skal færa útskatt, hann er sá virðisaukaskattur sem að innheimtur er vegna sölu á vinnu, vöru eða þjónustu.

Í reit E skal færa innskatt, hann er sá virðisaukaskattur sem greiddur er vegna kaupa á vinnu, vöru eða þjónustu til nota í rekstrinum.

Í reit F færist sjálfkrafa mismunur útskatts og innskatts.

Í reit G er hægt að láta reikna álag, hafi virðisaukaskattur ekki verið greiddur á gjalddaga.  Til þess að reikna það ýtir þú á hnappinn "Reikna álag".

Í reit H færist sjálfkrafa fjárhæð til greiðslu sem er samtala úr reitum F og G.

Hægt er að færa lækkun á skattskyldri veltu í 25,5%, 24,5% eða 7% þrepi vegna tapaðra krafna.  Til þess skal nota hnappinn "Færa inn tapaðar viðskiptakröfur".

 

 

Fara efst į sķšuna ⇑