Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 5.6.2020 22:27:31


Ξ Valmynd

1.2.4  Nįnar um skattžrepin

Fjárhæðin í reitnum „skattstofn" er samtala reitanna „launafjárhæð", „bifreiðahlunnindi", „ökutækjastyrkur í staðgreiðslu" og „dagpeningar í staðgreiðslu" að frádregnum iðgjöldum í lífeyrissjóð og séreignarsjóð (þó ekki mótframlag).  Skattstofninn færist sjálfkrafa í reitina fyrir neðan, „þar af í þrepi 1" og eftir atvikum „þar af í þrepi 2". 

Dæmi 1
Launamaður er með 1.000.000 kr. í laun og greiðir 4% í lífeyrissjóð, eða 40.000 kr. Sjálfkrafa reiknast þá skattstofninn sem 960.000 kr. sem og skiptingin á milli skattþreps 1 og skattþreps 2 (annars vegar 893.713 kr. og hins vegar 66.287 kr.)

Reiknuð staðgreiðsla (miðað við skiptingu í þrep 1 og 2) er því 360.789 kr. Að frádregnum persónuafslætti er því greidd staðgreiðsla 306.894 kr.

Dæmi 1
 

Dæmi 2
Sé launamaður með laun frá fleiri en einum launagreiðanda sem einnig falla í skattþrep 1 þarf að huga að því hvort heildar skattstofn samanlagðra launa fari yfir kr. 893.713.- og þar með að hluta yfir í skattþrep tvö. Sé það tilfellið skal handvirkt hækka fjárhæðina í þrepi 2.  Tökum dæmi.

Nú tekur launamaðurinn að sér tilfallandi aukaverk hjá öðrum launagreiðanda upp á 200.000 kr. og segir þeim launagreiðanda að skattleggja alla fjárhæðina í hærra skattþrepi. Við skráningu á sundurliðuninni færist fjárhæðin 192.000 kr. sjálfkrafa í reitinn "þar af í þrepi 1" en þar sem launamaður hafði óskað eftir hærri skattlagningu skráir launagreiðandi 0 kr. í þrep 1 og færist öll fjárhæðin þá sjálfkrafa upp í þrep 2.

Reiknuð staðgreiðsla er því 88.781 kr. enda reiknast hún nú öll miðað við skattþrep 2.

 

 

Fara efst į sķšuna ⇑