Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 5.6.2020 21:12:45


Ξ Valmynd

1.2.3  Žrep 3 - Krafa ķ heimabanka (greišsla)

Þegar staðgreiðsluskýrslu hefur verið skilað stofnast krafa í vefbanka launagreiðanda.

Kröfuna er að finna undir "ógreiddir reikningar" í viðkomandi vefbanka.  Til að krafa stofnist í vefbanka þarf vefbanki að vera á sömu kennitölu og kennitala launagreiðanda.  Stofnist ekki krafa er alltaf hægt að greiða með því að nota AB gíró.

AB gíró
Ef AB gíró er valið þarf að fylla út OCR-rönd, sem samanstendur af tilvísunarnúmeri, seðilnúmeri, færslulykli, stofnun, höfuðbók og reikningsnúmeri, auk þess sem skrá þarf inn fjárhæðina.

Upplýsingar um OCR-röndina er að finna á kvittun skýrslunnar sem send var (sem má nálgast undir "skoða eldri skýrslu").

Eingöngu skal nota AB gíró ef krafa stofnast ekki í vefbanka.

 

Fara efst į sķšuna ⇑