Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 2.1.2025 15:59:15


Ξ Valmynd

1.7  Viðurlög vegna vanskila

Ef afdregin staðgreiðsla er ekki greidd í síðasta lagi á eindaga reiknast álag vegna vanskila samkvæmt ákvæðum 28. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.  Álag er 1% á dag fyrir hvern dag eftir eindaga, þó ekki hærra en 10% og álag til viðbótar af upphæð vanskilafjár frá og með gjalddaga, hafi ekki verið greitt á 1. degi næsta mánaðar eftir eindaga, sjá nánar 28. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.  Skal álag þetta vera hið sama og dráttarvextir sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir samkvæmt lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.

Vegna vanskila á tryggingagjaldi reiknast dagvextir frá og með gjalddaga hafi eigi verið greitt á eindaga, sjá nánar 11. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald.  Álag reiknast ekki.

 

Fara efst á síðuna ⇑