Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 11.11.2024 10:31:20


Ξ Valmynd

1.2.1  Þrep 1 - Sundurliðun

Á sundurliðun eru áritaðar upplýsingar um starfsmenn (þ.m.t. þá sem eru sjálfstætt starfandi), líkt og kennitala og nafn. Jafnframt er hægt að skrá inn upplýsingar um atvinnugreinaflokkun og starfshlutfall.  

Launafjárhæð
Í reitinn "launafjárhæð" skal skrá heildarfjárhæð allra staðgreiðsluskyldra launa, þ.m.t. hlunninda og fríðinda (að undanskildum bifreiðahlunnindum) sem og reiknað endurgjald.

Bifreiðahlunnindi
Bifreiðahlunnindi eru þau hlunnindi sem launamaður telst hafa vegna afnota af bifreið í eigu launagreiðanda.
Hlunnindi þessi eru ákveðin ár hvert og má finna leiðbeiningar um útreikning í skattmati.

Staðgreiðsluskyldir dagpeningar
Færa skal staðgreiðsluskylda dagpeninga í samræmi við matsreglur fjármálaráðherra, sbr. reglugerð nr. 591/1987.
Athuga skal að hér er einungis átt við dagpeninga sem ber að standa skil á staðgreiðslu af, en ekki þann hluta sem heimilt er að halda utan staðgreiðslu.
 
Staðgreiðsluskyldur ökutækjastyrkur
Færa skal staðgreiðsluskyldan ökutækjastyrk til samræmis við matsreglur fjármálaráðherra, sbr. reglugerð nr. 591/1987.  
Athuga skal að hér er einungis átt við ökutækjastyrk sem ber að standa skil á staðgreiðslu af, ekki þann hluta sem launþegum heimilast frádráttur á móti.

Greitt í lífeyrissjóð
Í reitinn "lífeyrissjóður" skal færa þá fjárhæð sem dregin hefur verið af launum starfsmanns vegna iðgjalds í lífeyrissjóð.  Það á bæði við um lögbundið lífeyrisiðgjald, sem er 4% af launum, og valkvætt viðbótariðgjald, sem getur orðið allt að 4% af launum. Hér á ekki að færa mótframlag launagreiðanda.
Heimilt er að halda utan staðgreiðslu öllu lífeyrisiðgjaldi starfsmanna, þó að hámarki 10% af þeim launum sem iðgjaldið reiknast af.  

Staðgreiðsla
Í reitinn "staðgreiðsla" skal færa fjárhæð skilaskyldrar staðgreiðslu af launagreiðslum til starfsmanns á greiðslutímabilinu.

Skatthlutfall í staðgreiðslu (sjá nánar á rsk.is)
Frá 1. janúar 2018 er hlutfallið:

•36,94% af tekjum 0 – 893.713 kr.
•46,24% af tekjum yfir 893.713 kr.

Persónuafsláttur
Skrá á þá fjárhæð persónuafsláttar sem til frádráttar kom þegar staðgreiðsla var reiknuð út. Hafi launamaður nýtt persónuafslátt maka skal skrá þá fjárhæð í þar til gerðan reit. Árið 2018 er persónuafsláttur á mánuði (sjá nánar hér)  kr. 53.895.-

Skattstofn - skattþrep
Skattstofn er fundinn með því að draga iðgjald launamanns í lífeyrissjóð og séreignarsjóð (ekki mótframlag) frá launafjárhæð. Ekki þarf að færa í reitinn "þ.a. stofn í þrepi 2" nema skattstofn í þrepi 1 fari yfir 893.713,-.

 

Fara efst á síðuna ⇑