Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 25.6.2024 01:14:38


Ξ Valmynd

1.10  ═b˙­ seld og nř keypt Ý sta­inn

Maður sem keypti sína fyrstu íbúð og ráðstafaði iðgjöldum í séreignarsjóð í tengslum við þau kaup missir ekki rétt sinn þótt hann selji íbúðina og kaupi aðra í staðinn. Kaup á annarri íbúð verða þó að gerast innan tólf mánaða frá því að sú fyrri var seld sem og innan hins samfellda tíu ára tímabils frá upphafsmánuði ráðstöfunarinnar. Þetta á bæði við um þá sem kaupa einir íbúðarhúsnæði og þá sem kaupa í félagi við annan.

Dæmi:
Par kaupir sína fyrstu íbúð saman og báðir einstaklingarnir ráðstafa viðbótariðgjöldum sínum í tengslum við kaupin. Síðar slitnar upp úr sambúðinni og annar kaupir eignarhlut hins í íbúðinni. Sá sem kaupir getur haldið áfram ráðstöfun á iðgjöldum sínum. Sá sem selur sinn eignarhlut getur haldið áfram ráðstöfun sinna iðgjalda ef hann kaupir aðra íbúð innan tólf mánaða frá sölu þeirrar fyrri. Þetta verður þó að gerast innan tíu ára samfellda tímabilsins frá upphafstíma ráðstöfunar á iðgjöldum.

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑