Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 20.4.2024 16:11:22


Ξ Valmynd

3  Ráðstöfun inn á veðlán

Sá sem kaupir sína fyrstu íbúð getur sótt um útborgun á séreignarsparnaði fram að kaupmánuði, eða þeim mánuði sem eignin er skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands ef um nýbyggingu er að ræða. Jafnframt er heimilt að sækja um að viðbótariðgjöldum í séreignarsjóð sé ráðstafað inn á lán sem tekin hafa verið og eru með veði í eigninni.

Ef sótt er um ráðstöfun viðbótariðgjalda til greiðslu inn á lán gildir umsóknin frá þeim tíma sem hún berst og tekur til iðgjalda af launagreiðslum frá og með þeim mánuði. Hámarksfjárhæð til greiðslu inn á veðlán er 500.000 kr. á almanaksári, með þeim skilyrðum sem um hana gilda. Á umsóknarári ákvarðast heimil fjárhæð í hlutfalli við það tímamark sem sótt er um. Sama verður þá einnig á síðasta ári ráðstöfunar.

Dæmi:
Sótt er um ráðstöfun viðbótariðgjalda til greiðslu inn á veðlán í nóvember 2017. Á almanaksárinu 2017 er heimil úttekt til greiðslu inn á lán þá vegna iðgjalda af launum í nóvember og desember það ár, eða sem svarar til 2/6 af 250.000 kr. Heimildin nemur því að hámarki 83.333 kr. á árinu 2017. Eftir það er árleg heimild að hámarki 500.000 kr. þangað til á árinu 2027 en þá er hún 10/12 af 500.000 kr. eða 416.667 kr. Samtals er hámarksheimild á almanaksárunum 2017 til og með 2027 þannig 5.000.000 kr.

Nánar:

 

Fara efst á síðuna ⇑