Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 25.6.2024 03:07:08


Ξ Valmynd

2  ┌ttekt vegna kaupa ß fyrstu Ýb˙­

Þegar keypt er fyrsta íbúð 1. júlí 2017 eða síðar er almennt heimilt að taka út iðgjöld vegna launagreiðslna allt frá greindu tímamarki til þess mánaðar sem kaup fóru fram í, þó innan tíu ára samfellds tímabils frá upphafsdegi heimildarinnar, og með þeim skilyrðum öðrum sem um ræðir, t.d. um hámarksfjárhæðir.

Ef umsækjandi greiddi í séreignarsjóð á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 en nýtti sér ekki úttekt eða ráðstöfun þeirra vegna kaupa á fyrstu íbúð getur verið heimilt að taka út allt aftur til fyrrnefnda tímamarksins.

Hafi maður keypt sína fyrstu íbúð á tímabilinu 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2017 án þess að ráðstafa séreignarsparnaði í tengslum við kaupin getur verið heimilt að taka út iðgjöld vegna launagreiðslna fyrir 1. júlí 2017, enda sé sótt um fyrir lok árs 2017.

Ef sótt er um ráðstöfun viðbótariðgjalda til greiðslu inn á lán sem tekið var vegna kaupa á fyrstu íbúð gildir umsóknin frá þeim tíma sem hún berst og tekur til iðgjalda af launagreiðslum frá og með þeim mánuði.

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑