Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 1.12.2024 18:32:52


Ξ Valmynd

3.1  Ráðstöfun inn á verðtryggt lán

Ef sótt er um ráðstöfun viðbótariðgjalda til greiðslu inn á verðtryggt lán fer öll heimil fjárhæð til greiðslu inn á höfuðstól lánsins eins og hann stendur hverju sinni, þ.e. með verðbótum. Eftir hverja greiðslu á séreignarsparnaði inn á lán lækka eftirstöðvar þess sem hefur áhrif á næsta greiðsluseðil til lækkunar (án tillits til áhrifa verðbólgu).

Dæmi:
Höfuðstóll láns er uppreiknaður miðað við vísitölu 1.000.000 kr. þegar byrjað er að ráðstafa viðbótariðgjöldum til greiðslu á því. Afborganir af láninu eru mánaðarlega og á því tímamarki eru 101 eftir. Fyrsta mánuðinn nema viðbótariðgjöld sem heimilt er að greiða inn á höfuðstól lánsins 40.000 kr. Afborgun á næsta gjalddaga verður því 9.600 kr. í stað 10.000 kr. (án tillits til hugsanlegrar verðbólgu), eða 1.000.000 kr.-40.000kr./100.

 

Fara efst á síðuna ⇑