Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 1.12.2024 17:03:28


Ξ Valmynd

1.8  Tíu ára samfellt tímabil

Hámarkstími sem heimilt er að nýta sér heimildir til úttektar á iðgjöldum í séreignarsjóði í tengslum við kaup á fyrstu íbúð/nýbyggingar er tíu ár. Tíu árin byrja að líða frá því tímamarki sem ráðstöfun telst hafa hafist. Er þá miðað við fyrir hvaða launatímabil iðgjöld sem tekin eru út voru.

Dæmi:
Maður sækir strax eftir undirritun kaupsamning um að taka út iðgjöld vegna launagreiðslna í júlí 2017 til kaupmánaðar íbúðarhúsnæðis sem í þessu dæmi er desember 2019. Tíu ára samfellda tímabilið reiknast því frá 1. júlí 2017. Heimild til úttektar nær til iðgjalda af launagreiðslum vegna júlí 2017 til og með desember 2019, að hámarki 1.250.000 kr. Í kjölfarið væri þessum umsækjanda heimilt að ráðstafa iðgjöldum af launagreiðslum frá og með janúar 2020 til og með júní 2027 til að greiða inn á lán vegna íbúðarkaupanna, að hámarki 3.750.000 kr.

 

Fara efst á síðuna ⇑