Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 18.7.2024 08:55:44


Ξ Valmynd

1.3  Fyrstu kaup ß Ýb˙­arh˙snŠ­i

Það teljast fyrstu kaup á íbúðarhúsnæði ef maður aflar sér a.m.k. 30% hlutar í slíkri eign og hefur ekki átt hlut í íbúðarhúsnæði áður. Með þessu er átt við að umsækjandi hafi ekki áður átt 30% eða meira í íbúðarhúsnæði.

Átt er við íbúðarhúsnæði sem skráð er sem slíkt í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur sérstakt skráningarnúmer eða nýbyggingu sem hefur fengið fastanúmer. Ekki skiptir þannig máli í þessu samhengi þótt umsækjandi hafi átt/eigi t.d. sumarbústað.

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑