FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2013
7.1.3 RSK 1.04 Skattframtal rekstraraðila
RSK 1.04 Skattframtal rekstraraðila
Leiðbeiningar fyrir RSK 1.04 í heild sinni er hægt að nálgast á pdf-formi hér.
Einstaklingar í eigin atvinnurekstri eiga að skila RSK 1.04 með skattframtali sínu fari ársveltan yfir 20 milljónir króna (án vsk.). Heimilt er að nota þetta form í stað RSK 4.11 þó að velta sé minni. Bændur eiga þó alltaf að skila landbúnaðarskýrslu, RSK 4.08, óháð veltu.
Afstemming virðisaukaskatts er gerð á skattframtali rekstraraðila. Því þarf ekki að skila samanburðarskýrslu virðisaukaskatts, RSK 10.25 á netinu, nema notuð séu fleiri en eitt vsk-númer í rekstrinum. Þá þarf að skila einu eintaki af RSK 10.25 fyrir hvert vsk-númer.
Fyrnanlegar eignir ber að færa á eignaskrá RSK 4.01 og verður að gæta þess að opna eignaskrána sem undirblað skattframtals rekstraraðila RSK 1.04.
Í byggingarstarfsemi, þar sem notuð er verklokaaðferð við uppgjör, er gerð krafa um skil á skattframtali rekstraraðila RSK 1.04, án tillits til veltu. Sama gildir ef fyrningar eða aðrir liðir víkja frá ákvæðum skattalaga.
Reiknað endurgjald, hagnaður, hrein eign eða skuldir umfram eignir, svo og staðgreiðsla af fjármagnstekjum, færast af þessu blaði á samræmingarblað RSK 4.05. Þar er hægt að færa inn ónotað tap frá fyrri árum og gera frekari grein fyrir skiptingu reiknaðs endurgjalds. Af samræmingarblaðinu færast síðan fjárhæðir á persónuframtal.
Sé einstaklingur aðili að samrekstri, sem ekki ber sjálfstæða skattskyldu, skal gera grein fyrir slíkum samrekstri á RSK 1.04. Ekki er hægt að skila framtali rafrænt vegna samrekstrar og verður í þeim tilfellum að nota pappírsframtal. Í öllum öðrum tilfellum er hægt að skila skattframtali rekstraraðila RSK 1.04 rafrænt.
Leiðbeiningar fyrir RSK 1.04 í heild sinni er hægt að nálgast á pdf-formi hér.
Einstaklingar í eigin atvinnurekstri eiga að skila RSK 1.04 með skattframtali sínu fari ársveltan yfir 20 milljónir króna (án vsk.). Heimilt er að nota þetta form í stað RSK 4.11 þó að velta sé minni. Bændur eiga þó alltaf að skila landbúnaðarskýrslu, RSK 4.08, óháð veltu.
Afstemming virðisaukaskatts er gerð á skattframtali rekstraraðila. Því þarf ekki að skila samanburðarskýrslu virðisaukaskatts, RSK 10.25 á netinu, nema notuð séu fleiri en eitt vsk-númer í rekstrinum. Þá þarf að skila einu eintaki af RSK 10.25 fyrir hvert vsk-númer.
Fyrnanlegar eignir ber að færa á eignaskrá RSK 4.01 og verður að gæta þess að opna eignaskrána sem undirblað skattframtals rekstraraðila RSK 1.04.
Í byggingarstarfsemi, þar sem notuð er verklokaaðferð við uppgjör, er gerð krafa um skil á skattframtali rekstraraðila RSK 1.04, án tillits til veltu. Sama gildir ef fyrningar eða aðrir liðir víkja frá ákvæðum skattalaga.
Reiknað endurgjald, hagnaður, hrein eign eða skuldir umfram eignir, svo og staðgreiðsla af fjármagnstekjum, færast af þessu blaði á samræmingarblað RSK 4.05. Þar er hægt að færa inn ónotað tap frá fyrri árum og gera frekari grein fyrir skiptingu reiknaðs endurgjalds. Af samræmingarblaðinu færast síðan fjárhæðir á persónuframtal.
Sé einstaklingur aðili að samrekstri, sem ekki ber sjálfstæða skattskyldu, skal gera grein fyrir slíkum samrekstri á RSK 1.04. Ekki er hægt að skila framtali rafrænt vegna samrekstrar og verður í þeim tilfellum að nota pappírsframtal. Í öllum öðrum tilfellum er hægt að skila skattframtali rekstraraðila RSK 1.04 rafrænt.
Nánar: